Íslenska - bækur og vefverkefni
Hér eru vísanir í bækur og verkefni sem eru notaðar í íslenskukennslu á miðstigi.
Í bókinni læra nemendur um framsögn, ljóðaslamm, fornleifafræði, læsi, ævintýri og málsnið. Nemendur grúska í mismunandi textagerðurm og eflast í lestri og ritun. Þá þjálfast þeir einnig í því að taka rökstudda afstöðu og að komast að málamiðlunum.
Textar bókarinnar eru fjölbreyttir og fróðlegir og bjóða upp á umræður og vangaveltur. Sagðar eru flökkusögur, gluggað í dagbækur, rýnt í umhverfi og náttúru, farið um framandi slóðir og fræðst um drauga og varúlfa.
Málrækt 3 (ekki rafbók)
Námsefnið einkum ætlað nemendum í 7. bekk grunnskóla. Í bókinni er að finna hverskyns verkefni og æfingar í móðurmálinu með aðal áherslu á málfræði og ritun en einnig stafsetningu og bókmenntir
Finnbjörg er lítil bók um málfræði og stafsetningu.
Í bókinni er fjallað um helstu reglur og hugtök sem nemendur þurfa að kunna skil á og þau útskýrð með dæmum. Bókin er aðgengileg og útskýrir flókna hluti á einfaldan hátt.
Hentar vel sem aukabók í málfræði.
Fjallað er um sögu Ólympíuleikanna að fornu og nýju. Hentar sem aukabók (með verkefnum aftast)
Í heftinu eru frásagnir af draugum frá ýmsum tímum og lesendur velta því fyrir sér hvernig slíkar sögur urðu til. Hentar sem aukabók (með verkefnum aftast)
Heftið fer með nemendur á flakk um landið og fjallað er m.a. um veðurfar, ferðaþjónustu og sjálfbærni. Hentar sem aukabók (með verkefnum aftast)
Stöngin inn fjallar um knattspyrnu. Hentar sem aukabók (með verkefnum aftast)
Frá Skólavefnum. Lengri textar.
Hægt að fá bekkjarniðurstöur.
Málfræðiklikk er síða þar sem hægt er að þjálfa sig í völdum afmörkuðum málfræðiatriðum á þægilegan og aðgengilegan hátt. Það eina sem þarf að gera er að klikka á það orð sem þú telur að falli undir það sem þú ert að leita að og þá færðu vissu þína.
Ábyrgar samræður
Með samræðu til náms er átt við skipulega og markvissa samræðu sem lýtur ákveðnum lögmálum og gerir því kröfur til þeirra sem taka þátt. Með samræðunni aga þátttakendur hugsun sína, setja hana fram á greinandi hátt og fá markvissa endurgjöf á hana - sem og samræðu sem skerpir hana og setur í víðara samhengi.
Í þessum fyrsta lestrarkassa af mörgum eru 50 lestextarog verkefni með þeim til að efla skilninginn. Textarnir skiptast í fimm flokka eftir þyngd og er hægt að vinna efnið beint af vefnum og/eða prenta það út.
Hugmyndir að 24 fjölbreyttum verkefnum sem byggjast á atburðum úr Sögunni af bláa hnettinum. Verkefnin stuðla að samþættingu námsgreina eins og íslensku, lífsleikni, myndmennt, náttúrurfræði og upplýsinga- og tæknimennt. Efninu er m.a. ætlað að hvetja til notkunar vandaðra barnabóka í kennslu.